Leiðin að kolefnishlutleysi

Rekstur lífeyrissjóðs er ekki orkufrekur rekstur en Birta telur það engu að síður mikilvægt að vera fyrirmynd og setja sér metnaðarfull markmið varðandi mælingu útblásturs, minnkun á kolefnisspori og mótvægisaðgerðir

Kolefnisspor Birtu

Leiðin að árangri

Ein af lykil framtíðaráherslum Birtu er að stýra starfsemi sjóðsins og eignasafni hans í átt að fullu kolefnishlutleysi (e. net-zero) árið 2040 og styðja þannig við loftslagsmarkmið Íslands og Parísarsamninginn.

Birta byggir kolefnisútreikninga sína á alþjóðlega viðurkenndri aðferðafræði Greenhouse Gas Protocol, út frá beinni og óbeinni losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) sem er skilgreind á eftirfarandi hátt:

  • Umfang 1: Bein losun gróðurhúsaloftegunda sem kemur frá starfsemi sjóðsins til dæmis frá faratækjum og vélum fyrirtækisins.
  • Umfang 2: Óbein losun frá framleiðslu aðkeyptrar orku sem notuð er fyrir starfsemi sjóðsins til dæmis í formi rafmagns og hita.
  • Umfang 3: Öll önnur óbein losun sem á sér stað í aðfangakeðju sjóðsins, hjá Birtu er það helst losun eignasafnsins.

myndrobert

Birta styðst við PCAF (e. Partnership for Carbon Accounting Financials) staðalinn til ramma inn áætlaða losun gróðurhúsaloftegunda út frá eignasafni. PCAF-aðferðafræðin er alþjóðlegt samstarfsverkefni fjármálastofnanna sem vinnur að því þróa og innleiða samræmda nálgun til að meta og birta losun gróðurhúsaloftegunda (GHL) og byggir á áðurnefndum Greenhouse Gas Protocol.

Varðandi mælingar á GHL í rekstri er notast við reiknilíkan frá verkfræðistofunni Eflu en sjóðurinn naut ráðgjafar frá Eflu þegar kom að innleiðingu ISO 14001 umhverfisstaðlinum.

Fjármögnuð kolefnislosun Birtu

Markmið og helstu niðurstöður

Til að möguleiki sé á að ná tilsettu markmiði um kolefnishlutleysi árið 2040 þarf fyrst að ná utan um þá losun sem á sér stað í dag og í framhaldi setja fram raunhæf markmið um næstu skref. Unnið er að innleiðingu reglulegs eftirlits með fjármagnaðri losun samkvæmt Greehouse Gas Protocol aðferð. Að auki er mikilvægt að átta sig á þeirri áhættu sem hækkun hitastigs jarðar hefur á eignasafn Birtu og er unnið að gerð loftlagsáhættustefnu fyrir sjóðinn með það að markmiði að draga út þeirri áhættu.

Markmið Birtu er að ná utan um fjármagnaða losun fyrir allt eignasafnið, sem samanstendur af u.þ.b. 65% innlendum eignum og 35% erlendum eignum. Í dag liggja ekki fyrir nægar upplýsingar um erlenda eignasafnið svo unnt sé að birta fjármagnaða losun þess en það verður gert um leið og upplýsingar liggja fyrir.

Ákveðið var að reikna fjármagnaða losun aftur fyrir árið 2022 en ná yfir stærra hlutfall af innlendu eignasafni en gert var á síðasta ári. Upplýsingar fyrir 2023 liggja ekki að fullu fyrir og þar af leiðandi er ekki hægt að reikna fjármagnaðan útblástur yfir nema hluta safnsins.

Birta vann í samvinnu við Veru, sjálfbærnilausn Creditinfo, mat á kolefnislosun innlends eignasafns samtryggingardeildar fyrir árið 2022. Aðferðafræði PCAF nær enn sem komið er ekki yfir alla eignaflokka í safni Birtu en reiknað var fyrir eftirtalda flokka:

  • Skráð hlutabréf og skuldabréf fyrirtækja
  • Óskráð hlutabréf
  • Veðskuldabréf fyrirtækja
  • Fasteignalán/sjóðfélagalán
  • Fjárfestingar í ríkisskuldabréfum

Lykilatriði aðferðafræðinnar er svokallað losunarhlutfall eða „attribution factor” sem gefur til kynna hversu mikið af losun fyrirtækja telst sem óbein losun fjármálafyrirtækisins.​ Losunarhlutfall er reiknað á mismunandi máta eftir eignaflokkum, sjá nánar hér.​

Fjármagnaður útblástur

Helstu niðurstöður voru eftirfarandi:

  • Mögulegt var að greina 79% af innlendu eignasafni sjóðsins. Skuldabréf sveitafélaga og laust fé er utan umfangs.
  • Fjármögnuð losun vegna fjárfestinga og útlána Birtu lífeyrissjóðs er um 72 ktCO2í fyrir árið 2022 sé landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt dregin frá íslenska hagkerfinu.
  • Minnst af gögnum var til í flokknum Ríkisskuldabréf og ber þar helst að nefna að PCAF hefur ekki skilgreint aðferðafræði sem tekur til skuldabréfa líkt og Íbúðabréfa og Húsbréfa.
  • Losun vegna húsnæðislána er lítil í samanburði við aðra eignaflokka sjóðsins. Losunin telur um 2 kgCO2-ígildi á hverja milljón sem lánuð er.
  • Hæst er losunarkræfni vegna fjárfestinga í ríkisskuldabréfum, eða um 3,74 tCO2í/ISKm sé landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt tekin með (LULUCF).
  • Losunarkræfni ríkisskuldabréfa er 1,25 tCO2í/ISKm án LULUCF.
  • Gagnagæði í greiningunni eru góð, en vegið meðaltal gagnagæða er 2,3 á skalanum 1-5 þar sem lægra er betra.
  • Mest fjármögnuð losun á skráða hlutabréfamarkaðnum kemur frá Eimskip hf., Fly Play hf. og Icelandair Group hf.
  • Af hlutabréfum óskráðra félaga ber að nefna að HS orka er ábyrgt fyrir langtum stærstum hluta fjármagnaðrar losunar.​
Fjármagnaður útblástur Birtu lífeyrissjóðs 2022
Eignaflokkur Heildareignir (ISKm) Umfang 1&2 Umfang 3 Losunarkræfni (tC02í/ISKm) Vegin gagnagæði (innan umfangs)
Fasteignalán 60.425 141 0 0,002  4,0 
Hlutabréf
Skráð hlutabréf 78.067 17.402 11.822  0,22  1,5 
Óskráð hlutabréf 24.963 2.454 6.908  0,14  3,5 
Lán til óskráðra félaga 27.457 774 1.236  0,04  3,1 
Skuldabréf
Ríkisskuldabréf (m. LULUCF) 90.247 155.105 - 3,74  -
Ríkisskuldabréf (án LULUCF) 90.247 51.430 - 1,24  1,0
Skuldabréf óskráðra félaga 21.662 161 17 0,01  3,7 
Skuldabréf skráðra félaga 11.795 150 68 0,013  2,0 
Samtals (án LULUCF) 314.617 72.512 20.051  0,29  2,3