Starfsfólk

Birta lífeyrissjóður leitast eftir að ráða, efla og halda í starfi hæfu og traustu starfsfólki sem býr yfir yfirburða þekkingu og reynslu og vinnur saman að því að leita ávallt bestu lausna fyrir sjóðfélaga.

Hæfni og ánægja starfsmanna er forsenda árangurs

Ánægja og vellíðan starfsfólks okkar eru undirstaða þeirrar góðu og gagnlegu þjónustu sem við viljum að sjóðfélagar og aðrir upplifi í samskiptum sínum við sjóðinn.

Við búum yfir einstökum mannauði, hæfu og reynslumiklu starfsfólki sem leggur sig allt fram í sínum störfum og er samvinna starfsfólks mjög mikilvæg innan og á milli allra deilda sjóðsins. Rík áhersla er lögð á að vinnustaðurinn okkar sé vel samkeppnisfær við aðra sambærilega vinnustaði og leggur sjóðurinn áherslu á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, vellíðan starfsfólks, fræðslu, þjálfun og jákvæðan starfsanda.

Upplýsingagjöf til starfsmanna skiptir miklu máli og mikilvægt að starfsfólk þekki það sem er að gerast í umhverfi sjóðsins og innan hans. Starfsmannafundir eru haldnir reglulega til upplýsinga og samtals. Uppbyggjandi og fræðandi fyrirlestrar eru reglulega í boði fyrir starfsfólk ásamt möguleika á símenntun sem sjóðurinn hefur fjárfest í sem starfsfólk er hvatt til að nýta sér. Ánægjukannanir eru framkvæmdar reglulega meðal starfsfólks og niðurstöður þeirra rýndar og ræddar. Áhersla er lögð á að viðhalda því sem vel er gert og eykur ánægju starfsmanna og einnig er leitað leiða til úrbóta ef upp á vantar.

Starfsmannafélag Birtu stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi og skipuleggur viðburði fyrir starfsfólk og má þar nefna árshátíð, jólaveislu, óvissuferðir, gönguferðir og aðra viðburði til skemmtunar og samveru. Öllum starfsmönnum býðst aðild að starfsmannafélagi Birtu.

Lista yfir starfsfólk Birtu má finna á vef sjóðsins.

Á nýju ári verður sérstök áhersla lögð á aukið aðgengið starfsfólks að símenntun og fræðslu.  Stóraukið framboð aðgengilegra fyrirlestra mun gera starfsfólki auðveldara fyrir að sækja sér aukna þekkingu og styrkja sig í starfi með ávinningi bæði fyrir starfsmanninn sjálfan sem og sjóðinn.

Starfsfólk Birtu lífeyrissjóðs er fjölbreyttur hópur

28
FJÖLDI STARFSFÓLKS MANNS
49
MEÐALALDUR STARFSFÓLKS ÁR
9,4
MEÐALSTARFSALDUR ÁR

Kynjaskipting meðal starfsfólks í lok árs 2023

Nýráðningar starfsmanna og starfsmannavelta

Birta leggur áherslu á að ráða til starfa hæft starfsfólk og allar ráðningar byggja á hæfni, menntun og starfsreynslu. Starfsmannavelta á árinu 2023 var 7,2%, Tveir starfsmenn létu af störfum á árinu og nýráðningar voru fjórar. Engir af starfsmönnum sjóðsins hófu töku fæðingarorlofs á árinu.

Samstilltur hópur starfsfólks

Góð samskipti og virðing á vinnustöðum skipta miklu máli.

Við hjá Birtu leggjum ríka áherslu á vellíðan starfsfólks á vinnustað og hnökralaus og góð samskipti milli starfsmanna. Reglulega er boðið upp á fræðslu tengda samskiptum og vellíðan á vinnustað. Starfsmenn hafa gert sín á milli samskiptasáttmála sem er leiðarljós í samskiptum innan sjóðsins. Sáttmálinn var liður í því að gera góða vinnustaðamenningu enn betri. Í húsnæði sjóðsins má víða sjá leiðarljós sem minna okkur á mikilvægi þess að eiga góð samskipti við vinnufélaga sem og aðra.

Mælingar á líðan starfsfólks

Könnun til starfsmanna á hverju ári

Birta lífeyrissjóður tekur þátt í árlegri könnun VR, Fyrirtæki ársins. Öllu starfsfólki er boðin þátttaka óháð stéttarfélagsaðild og hafa allir starfsmenn þegið að taka þátt. Í könnuninni eru ýmsir þættir mældir sem hafa áhrif á líðan starfsfólks á vinnustað og höfum við staðið okkur vel en setjum okkur markmið um að gera enn betur á komandi árum.

Niðurstöður VR könnunar 2020-2023.

Einkunn 5 táknar mjög ánægður og einkunn 1 táknar mjög óánægður.

Starfsandi

Vinnuskilyrði

Sveigjanleiki í vinnu

Ánægja og stolt

Sjálfstæði í starfi

Heilsa og starfsumhverfi

Starfsfólk sjóðsins er mikilvæg auðlind

Við leitumst við að auka heilbrigði starfsmanna okkar með því að skapa gott vinnuumhverfi og hvetjum við starfsfólk til að huga vel að heilsu og vellíðan bæði innan vinnustaðar sem utan og bjóðum upp á hollt og næringarríkt fæði í mötuneyti sjóðsins. Sjóðnum er annt um heilsu og öryggi starfsmanna sinna og vill mæta andlegum, félagslegum og líkamlegum þörfum þeirra á vinnustaðnum.

Við veitum fræðslu um þá þætti er stuðla að góðri heilsu og heilbrigðum lífsstíl og erum heilsueflandi lífeyrissjóður

Iðjuþjálfi/sjúkraþjálfi fer reglulega yfir starfsstöðvar starfsmanna og leiðbeinir þeim hvað varðar stillingar á stólum, borðum og öðrum þeim búnaði sem starfsmenn þurfa á að halda við störf sín. Niðurstöður sérfræðingsins eru svo notaðar til að bæta úr þar sem þörf er á.

Starfsfólk þurfti ekki að vera frá vinnu á árinu 2023 vegna slysa á vinnustað eða vegna atvinnutengdra sjúkdóma.

Sjóðnum er umhugað um að vinnuaðstaða starfsmanna sé fullnægjandi svo ekki skapist hætta á því að þeir þrói með sér starfstengda sjúkdóma. Einnig eru starfsmenn upplýstir um stöðu og beitingu líkamans við vinnu til að lágmarka líkur á því. Hugað er að andlegri líðan starfsfólks með sveigjanleika, fræðslu og óheftu aðgengi að stjórnendum ef starfsmaður kýs að bera málefni sem upp koma undir þá.

Við erum heilsueflandi og hvetjum starfsfólk okkar til hreyfingar og heilbrigðs lífernis
  • Við bjóðum upp á árlegar heilsufarsskoðanir starfsmanna ásamt inflúensubólusetningu.
  • Iðjuþjálfi yfirfer vinnustöðvar starfsmanna reglulega og kemur með tillögur að úrbótum.
  • Við tökum þátt í heilsutengdum málefnum eins og bleikum föstudegi í anda Bleiku slaufunnar, hjólað í vinnuna og skipuleggjum heilsueflandi viðburði sem starfsfólk á kost á að taka þátt í.
  • Við bjóðum reglulega upp á fyrirlestra tengda andlegri og líkamlegri heilsu.
  • Við bjóðum öllum starfsmönnum okkar upp á styrk til að stunda heilsurækt.
  • Líkamsræktaraðstaða er til staðar á starfsstöð sjóðsins.
  • Við hlúum að vinnuverndarmálum í því skyni að draga úr atvinnutengdum sjúkdómum og slysum.

Samvera starfsfólks utan vinnu.

Á árinu gerði starfsfólk Birtu ýmislegt skemmtilegt saman utan vinnutíma. Skipulag viðburða er oftar en ekki samstarf sjóðsins og starfsmannafélags Birtu. Á árinu voru ýmsar skemmtilegar uppákomur, samkeppnir voru haldnar innanhúss og haldinn var jólaveisla. Allt skemmtilegir viðburðir sem gleðja og þétta hópinn.

Á Workplace, samskiptasíðu starfsmanna, deildi starfsfólk myndum af atburðunum og skemmtilegum uppákomum.