Umhverfið

Birta lífeyrissjóður hefur sett sér markmið í umhverfismálum

Sjóðurinn hefur unnið að umbótum í umhverfismálum

Birta lífeyrissjóður tekur umhverfismál alvarlega og hefur sjálfbærni og umhverfisvernd að leiðarljósi í daglegum rekstri sínum og við fjárfestingar. Árið 2021 hlaut Birta umhverfisvottun í samræmi við ISO 14001 staðalinn fyrst lífeyrissjóða á Íslandi.

Sjóðurinn hefur markað sér þá stefnu að auka þekkingu á umhverfisáhrifum starfsemi sinnar og leitast við að draga sem mest úr þeim. Markmiðið er að áhrif umhverfisvitundar birtist í daglegum rekstri sjóðsins, stjórnun hans, ákvörðunum og daglegum störfum starfsfólks.

Birta lífeyrissjóður er aðili að UN PRI, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar þar sem áskilið er að taka skuli mið af umhverfis- og félagslegum þáttum og góðum stjórnarháttum við fjárfestingarákvarðanir (UFS-viðmið).

Sjóðurinn hefur einnig sett sér markmið tengd stefnumótun sjóðsins við Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun.

Umhverfismarkmið Birtu 2023
Á grundvelli umhverfisstefnu sjóðsins eru árlega sett fram mælanleg markmið fyrir reksturinn
Pappír og vistvæn innkaup
  • Minnka notkun á pappír um 5%
  • Að 80% aðkeyptar vörur til reksturs Birtu séu umhverfisvottaðar
Endurvinnsla
  • Að hlutfall úrgangs til endurvinnslu verði 95% af heildarmagni úrgangs
Kolefnisfótspor
  • Minnka kolefnisfótspor starfsmanna um 5%

Umhverfisstefna og aðgerðaráætlun

Eitt af lykilatriðum í ábyrgum rekstri er umhverfisstjórnun

Birta hefur það að leiðarljósi að halda neikvæðum umhverfisáhrifum í starfseminni í lágmarki og hefur unnið markvisst að umbótum í umhverfismálum. Vinna í umhverfismálum tekur mið af bættri umhverfisstefnu og aðgerðaráætlun. Eitt af lykilatriðum í ábyrgum rekstri er umhverfisstjórnun. Umhverfisstjórnun þýðir að Birta setur sér stefnu, mælanleg markmið og aðgerðaáætlun til að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum út frá starfseminni og jafnframt auka jákvæð áhrif.

Aðgerðir á árinu 2023 fólust í því að virkja starfsfólk til að draga úr pappírsnotkun, flokka sorp og minnka kolefnisfótspor sitt til og frá vinnu t.d. með því að taka þátt í Hjólað í vinnunna.

Árangur með hliðsjón að ofangreindum markmiðum auk annarra umhverfisþátta er að finna í kafla 3.1 Umhverfisuppgjör.