Ánægja og vellíðan starfsfólks okkar eru undirstaða þeirrar góðu og gagnlegu þjónustu sem við viljum að sjóðfélagar og aðrir upplifi í samskiptum sínum við sjóðinn.
Við búum yfir einstökum mannauði, hæfu og reynslumiklu starfsfólki sem leggur sig allt fram í sínum störfum og er samvinna starfsfólks mjög mikilvæg innan og á milli allra deilda sjóðsins. Rík áhersla er lögð á að vinnustaðurinn okkar sé vel samkeppnisfær við aðra sambærilega vinnustaði og leggur sjóðurinn áherslu á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi, vellíðan starfsfólks, fræðslu, þjálfun og jákvæðan starfsanda.
Upplýsingagjöf til starfsmanna skiptir miklu máli og mikilvægt að starfsfólk þekki það sem er að gerast í umhverfi sjóðsins og innan hans. Starfsmannafundir eru haldnir reglulega til upplýsinga og samtals. Uppbyggjandi og fræðandi fyrirlestrar eru reglulega í boði fyrir starfsfólk ásamt möguleika á símenntun sem sjóðurinn hefur fjárfest í sem starfsfólk er hvatt til að nýta sér. Ánægjukannanir eru framkvæmdar reglulega meðal starfsfólks og niðurstöður þeirra rýndar og ræddar. Áhersla er lögð á að viðhalda því sem vel er gert og eykur ánægju starfsmanna og einnig er leitað leiða til úrbóta ef upp á vantar.
Starfsmannafélag Birtu stuðlar að fjölbreyttu og öflugu félagslífi og skipuleggur viðburði fyrir starfsfólk og má þar nefna árshátíð, jólaveislu, óvissuferðir, gönguferðir og aðra viðburði til skemmtunar og samveru. Öllum starfsmönnum býðst aðild að starfsmannafélagi Birtu.
Lista yfir starfsfólk Birtu má finna á vef sjóðsins.
Á nýju ári verður sérstök áhersla lögð á aukið aðgengið starfsfólks að símenntun og fræðslu. Stóraukið framboð aðgengilegra fyrirlestra mun gera starfsfólki auðveldara fyrir að sækja sér aukna þekkingu og styrkja sig í starfi með ávinningi bæði fyrir starfsmanninn sjálfan sem og sjóðinn.