Jafnrétti

Birta var fyrst lífeyrissjóða til að öðlast jafnlaunavottun í samræmi við jafnlaunastaðalinn ÍST 85:2012 á miðju ári 2019.

Jafnrétti er okkur mikilvægt

Sjóðurinn leggur mikla áherslu á jafnrétti kynjanna og hlaut jafnlaunavottun í júní 2019 á grundvelli jafnlaunastaðalsins ÍST 85. Staðallinn er stjórnunarstaðall fyrir jafnlaunakerfi sem tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Sjóðurinn tók í notkun líkan sem greinir áhrif hverrar einstakrar launaákvörðunar á kynbundinn launamun. Jafnlaunavottunin staðfestir að þau sjónarmið sem Birta leggur til grundvallar við ákvörðun launa og þær ákvarðanir sem hafa verið teknar á grundvelli líkansins uppfylla ákvæði laga nr. 56/2017 um jafnlaunavottun og að starfsfólki sjóðsins sé ekki mismunað á grundvelli kyns þess.

Stjórnendur sjóðsins vinna eftir fyrirfram ákveðnu verklagi jafnlaunavottunar og leita reglulega eftir óútskýrðum kynbundnum launamun.

Úttektir á jafnlaunavottunarkerfi sjóðsins fara fram árlega og ekki hefur komið upp mismunun á grundvelli kyns hjá sjóðnum. Jafnlaunavottunin er endurnýjuð þriðja hvert ár og fór sjóðurinn síðast í gegnum slíkt endurmat á jafnlaunakerfi sínu á árinu 2022 og var niðurstaða matsins afar góð og sjóðnum til sóma. Ekki fannst mælanlegur launamunur kynjanna á vinnustaðnum í eftirlitsúttekt á árinu, frekar en áður. Við erum stolt af þeirri niðurstöðu.

Það er afar mikilvægt að starfsfólk sjóðsins geti treyst því að gætt sé að jafnrétti starfsmanna og að eftirlit sjóðsins og gjörðir séu staðfestar, með úttekt til þess bærs utanaðkomandi aðila.

Mælingar á upplifun starfsfólks.

Birta lífeyrissjóður tekur þátt í árlegri könnun VR, Fyrirtæki ársins. Öllu starfsfólki er boðin þátttaka óháð stéttarfélagsaðild og hafa allir starfsmenn sjóðsins tekið þátt undanfarin ár, við erum stolt af því. Einn af mælikvörðum í könnuninni er upplifun starfsfólks af jafnrétti á vinnustað og þar stöndum við vel og setjum okkur markmið um að styrkja þennan þátt enn frekar í framtíðinni. Sjóðurinn fékk 4,69 í einkunn fyrir þennan þátt könnunarinnar en mælikvarðinn er á skalanum 1 - 5 þar sem 5 er hæsta einkunn.

Einkunn fyrir jafnrétti árið 2023

Þar sem 5 er hæsta einkunn

Einkunn fyrir jafnrétti árið 2022

Þar sem 5 er hæsta einkunn

Kynjaskipting

Framkvæmdastjórn sjóðsins, stjórn og varastjórn árið 2023

Framkvæmdastjórn

Stjórn og varastjórn