Lífeyrir

Sjóðfélagar ávinna sér rétt til ævilangs lífeyris við starfslok. Skyldusparnaður veitir jafnframt rétt til örorkulífeyris vegna skertrar starfsgetu, rétt maka til makalífeyris við fráfall sjóðfélaga og rétt barna til barnalífeyris.

Meginhlutverk Birtu lífeyrissjóðs er að greiða lífeyri

Meginhlutverk Birtu lífeyrissjóðs er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum, lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Með aðild að Birtu lífeyrissjóði ávinna sjóðfélagar sér rétt til ævilangs eftirlaunalífeyris. Sjóðfélagar, sem verða fyrir orkutapi sem metið er 50% eða meira, njóta réttar til örorkulífeyris og eftir atvikum barnalífeyris í samræmi við ákvæði samþykkta. Við fráfall sjóðfélaga stofnast réttur til makalífeyris og barnalífeyris í samræmi við samþykktir sjóðsins.

Fjölgun lífeyrisþega og lífeyrisgreiðslur

  • Lífeyrisþegar voru 17.750 í árslok 2023 og þeim fjölgaði á árinu um 6,7%.
  • Á árinu 2023 hófu 2.147 sjóðfélagar töku eftirlaunalífeyris en 1.596 árið 2022.
  • Lífeyrisgreiðslur samtryggingardeildar námu 19.235 milljónum króna árið 2023, sem var 18,9% aukning frá fyrra ári.
  • Lífeyrisgreiðslur fylgja breytingum á vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Vísitalan hækkaði um 8% á árinu 2023.
  • Lífeyrisbyrði sjóðsins, þ.e. lífeyrisgreiðslur í hlutfalli af iðgjaldagreiðslum, var 84,8% á árinu 2023 en 81,5% árið áður.
  • Meðalaldur við upphaf töku eftirlaunalífeyris sl. 5 ára er 66 ár.

Aldursskipting nýrra eftirlaunaþega

Myndin sýnir á hvaða aldri eftirlaunaþegar eru þegar þeir hefja töku lífeyris

Fjöldi

Fjöldi lífeyrisþega í samtryggingardeild

2023 2022 Breyting
Eftirlaunalífeyrir 13.166 12.088 8,92%
Örorkulífeyrir 2.741 2.710 1,14%
Makalífeyrir 2.059 2.037 1,08%
Barnalífeyrir 343 344 -0,03%

Lífeyrisgreiðslur samtryggingardeildar í milljónum kr.

2023 2022 Breyting
Eftirlaun 15.853 13.208 20,1%
Örorkulífeyrir 2.184 1.893 15,37%
Makalífeyrir 1.105 999 10,61%
Barnalífeyrir 93 82 13,41%
Samtals: 19.235 16.182 18,9%

Fjölskyldubætur

Birta er eini sjóðurinn sem greiðir fjölskyldubætur

Greiðsla fjölskyldubóta árið 2023
  • Fjölskyldubætur eru greiddar einu sinni við fráfall sjóðfélaga yngri en 67 ára og hafa þann tilgang að létta undir með nánustu aðstandendum þegar ungir sjóðfélagar falla skyndilega frá. Fjölskyldubætur skiptast í maka- og barnagreiðslur.
  • Á árinu 2023 voru greiddar út 40,2 milljónir króna í fjölskyldubætur vegna fráfalls 10 sjóðfélaga.
  • Greitt var til 10 maka samtals 39,2 milljónir króna.
  • Barnagreiðslur voru greiddar til 3 barna eða samtals 1 milljón króna.

Útborgun úr séreignardeild

Greiddar voru 888,7 milljónir króna úr séreignardeild

Þar af var rúmlega 287,5 milljónum króna ráðstafað inn á húsnæðislán rétthafa í samræmi við lög nr. 40/2014 um séreignarsparnað og ráðstöfun hans til greiðslu húsnæðislána og húsnæðissparnaðar. Í árslok 2023 áttu 31.153 einstaklingar réttindi í séreignardeild og virkir sjóðfélagar voru 2.481.

Greiðslur séreignardeildar í milljónum kr.
2023 2022 Breyting %
Iðgjöld 1.055 950 11,05%
Útborgun 601 526 14,26%
Útborgun - sérstök heimild 0 11 -100%
Ráðstöfun inn á húsnæðislán 287 260 10,38%

Útborgun úr tilgreindri séreignardeild

Í árslok 2023 áttu 2.189 einstaklingar réttindi í tilgreindri séreignardeild.

Virkir sjóðfélagar í tilgreindri séreignardeild voru 1.511. Á árinu 2023 námu iðgjaldagreiðslur til tilgreindrar séreignardeildar, fyrir réttindaflutninga og endurgreiðslur 585 millj. kr.

Greiðslur tilgreindrar séreignardeildar í milljónum kr.
2023 2022 Breyting %
Iðgjöld 561 522 7,47%
Útborgun 183 80 128,75%