Meginhlutverk Birtu lífeyrissjóðs er að tryggja sjóðfélögum, eftirlifandi mökum þeirra og börnum, lífeyri samkvæmt ákvæðum samþykkta sjóðsins. Með aðild að Birtu lífeyrissjóði ávinna sjóðfélagar sér rétt til ævilangs eftirlaunalífeyris. Sjóðfélagar, sem verða fyrir orkutapi sem metið er 50% eða meira, njóta réttar til örorkulífeyris og eftir atvikum barnalífeyris í samræmi við ákvæði samþykkta. Við fráfall sjóðfélaga stofnast réttur til makalífeyris og barnalífeyris í samræmi við samþykktir sjóðsins.